Fyrirlestur - I am legend
- Birta Lind Atladóttir
- Apr 16, 2016
- 2 min read

Þessi vika fór í það að fylgjast með fyrirlestrum um líffræðilegar kvikmyndir. Einn af þessum fyrirlestrum sem mér fannst standa upp úr var um myndina I am legend. Ég hef ekki enn séð þessa mynd, en eftir að hafa horft á fyrirlestur um myndina þá hvatti það mig til þess að skoða þess mynd enn frekar. En myndin fjallar semsagt um vísindamanninn Robert Neville sem að reynir að stöðva útbreiðsluna á vírusi sem var ætlaður til að drepa krabbameinsfrumur, þar til að stökkbreyting átti sér stað sem dreifðist manna á milli og gerði þau ómannleg eða olli því að þau dóu. Robert var eini eftirlifandin í New York og hans markmið var að reyna að afturkalla áhrifin sem vírusinn var að hafa með því að þróa mótefni úr eigin blóði.
Í fyrirlestrinum var komið inn á marga líffræðilega punkta í tengslum við myndina sem að mér fannst mjög áhugaverðir og langaði að skoða betur; þá sérstaklega hvernig einkennin birtust hjá þeim sem sýktust og afhverju þessi stökkbreyting átti sér stað.
Vírusinn var kallaður Krippin og hann barst manna á milli og breytti þeim í hálfgerðar ófreskjur. Vírusinn gat bæði smitast í gegnum andrúmsloftið og þegar að sýkt munnvatn komst í snertingu við blóð. Þegar að einstaklingur verður sýktur af Krippin vírusnum byrja einkenni fljótt að gera vart við sig og er þau í formi hita, blæðingar úr augunum og kastað upp blóði. Eftir 48 klukkutíma byrja þau að hegða sér eftir frum eðlishvötum og finna fyrir miklum blóðþorsta og árasagirni.
Það sem að vakti einnig athygli mína var það að Robert var náttúrlega ónæmur fyrir vírusnum ásamt 12 milljón manns. En er hægt að vera með meðfædd ónæmi gegn einhverjum sjúkdóm? Það hafa komið upp þó nokkur tilvik þar sem einstaklingar eru náttúrlega ónæmir fyrir HIV. Rannsóknir á þessum efni hafa verið að einblína á nokkur prótein sem gætu útskýrt ónæmi fyrir HIV; þessi prótein kallast CCR5, CD4 og hvítfrumu vaki (leukocyte antigen). Rannsókn sem að var gerð í USC sýndi fram á að mýs sem að voru með stökkbreyttingu í geninu sem að sér um að kóða CCR5 prótínið eru ónæmar fyrir HIV sjúkdómnum. Rannsakendur prufuðu síðan að taka mýs sem að voru nú þegar sýktar af HIV og sprautuðu í þær stofnfrumur sem að innihélt stökkbreytinguna og þá sáu þeir að stofnfrumurnar voru færar um að berjast á móti HIV veirunni og eyða henni. Þessar rannsóknir eru enn á byrjunarstigi en frekari rannsóknir gætu afhjúpað meðferð gegn HIV. Við höfum náð að afla okkur mikið af upplýsingum um ónæmiskerfið á undan förnum árum, en við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og margt sem við höfum ekki enn skilning á. En það er greinilega hægt að vera náttúrulega ónæmur fyrir ákveðnum sjúkdómum þó að við vitum ekki enn nákvæmlega líffræðina sem liggur þar að baki. Heimildir: http://www.livescience.com/9983-immune-hiv.html http://imlegend.wikia.com/wiki/Krippin_Virus
Comments