Avatar
- Birta Lind Atladóttir
- May 1, 2016
- 4 min read

Það er orðið nokkuð ljóst að nútíma lífshættir mannsins séu langt því frá að vera sjálfbærir. Við erum að ýta á mörk náttúrunnar og afleiðingarnar sem að það er að hafa í för með sér eru ekki góðar. En þessar afleiðingar sem gætu gert vart við sig í nánustu framtíði birtust í kvikmyndahúsum landsins árið 2009 þegar að Avatar kom út. Í myndinni má sjá hvernig maðurinn hefur ofkeyrt hið náttúrlega ferli jarðar og í kjölfarið klárað auðlindir hennar. Þegar plánetan Pandora var uppgötvuð gripu mennirnir tækifæri til að reyna að koma sér fyrir á plánetunni og búa sér til nýtt líf. En aðstæðurnar á Pandoru eru ekki lífvænlegar mönnum en með tækni og vísindum náðu mennirnir að aðlagast umhverfinu. En hvað var það sem er líkt og ólíkt við aðstæðurnar á Pandora og á jörðinni – og hvað gerður mennirnir til að geta verið þarna? Ástæðan fyrir því að umhverfið á Pandoru er ólífvænlegt mönnum er vegna efnasamsetningu andrúmsloftsins. Hátt hlutfall af koltvíoxíð ásamt hydroxíð súlfíð gerir andrúmsloftið bannvænt mönnum. Einnig er andrúmsloftið 20% þéttara á Pandoru sem orsakast af háu hlutfalli af Xenon sem að er tegund af eðalgasi. Það sem að var einnig áberandi munur á Pandora var stærð lífverana; bæði gróður og dýr voru risa vaxinn, en það er vegna þess að þyngdaraflið er lægra á Pandora en á jörðinni. Þetta má bera saman við þegar að geimfarar fara út í geim, þar sem þeir stækka að meðaltali um 5 cm á meðan dvölin stendur yfir, en minnka svo aftur þegar komið er á jörðina. Þetta gerist vegna þess að vökvinn milli hryggjaliðanna þenst út við lægra þyngdarafl. En til þess að mennirnir gátu kannað Pandoru betur og lært um menninguna hjá Na‘vi fólkinu, bjuggu vísindamenn til manngerving með því að blanda saman DNA úr mönnum og Na‘vi. Ferlið hófst á því að búa til fósturvísi í tilraunarglasi. Þegar að fósturvísin höfðu náð ákveðni stærð voru þau færð yfir í tank sem inniheldur legvökva; en þessi tankur átti að gegna sama hlutverki og leg. Í tankinum er blátt ljós sem er með sömu bylgjulengd og má finna á Pandoru og hjálpar ljósið við að móta húð líkt og na‘vi er með. Til þess að avatarinn nái að vaxa og þroskast eðlilega er gefið honum næringarríkan vökva sem að er pumað í gegnum gervi fylgju, einnig eru sértilgerð hormón notuð til að stuðla að hröðum vexti og tryggja eðlilegan þroska á líffærunum. Eftir um 5 ár nær avatarinn fullvaxta stærð, sem er í kringum 2.75 m til 3 m. Þegar þessu ferli er lokið er hægt að nota líkama avatarsins sem staðgengil sem getur lifað í umhverfinu á Pandora en er á sama tíma stjórnað af manni sem skynjar heiminn í gegnum líkama avatarsins. Þegar að avatarinn var tilbúinn til notkunar var hann sendur á heimaslóðir Na‘vi fólksins. Þar fékk maður innsýn í menningu og lífshætti þeirra sem mér fannst sérstaklega áhugaverðir. Aðalega vegna þess að maður sá hversu sterk tengsl Na‘vi höfðu við umhverfið sitt. Allar lífverur á Pandora tengjast í gegnum eitt stórt tauganet sem er samansafn af rafefnasamböndum sem tengjast milli trjánna og Pandoru. Þetta netsamband má í raun líkja við heila plánetunnur sem kallast Ewya. Dýr geta fengið aðgang að þessu tauganeti með því að tengja sig við sálartréið eða tré raddana; þar sem hægt er að fá aðgang að minningum og reynslu forfeðra Na‘vi. Eywa tengir í rauninni allt á Pandoru og aðalhlutverk hennar er að viðhalda réttu jafnvægi í vistkerfinu. Allar lífverur á Pandora hafa mjög djúp tengsli við náttúruna og umhverfi sitt og þær lifa í samræmi við það sem umhverfið hefur upp á að bjóða. Þetta er mjög ólíkt því sem að við mennirnir höfum tamið okkur. Margir hafa lítil sem enginn tengsl við jörðina sem að við búum á og gera sér einfaldlega ekki grein fyrir því að allar lífverur á jörðinni tengjast á einhvern hátt og að við verðum að lifa í sameiningu með öðrum lífverum til þess að vistkerfið hrynji ekki. Eins og staðan er í dag þá erum við á mjög góðri leið á að enda eins og mannfólkið í Avatar. Loftlagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing skógar og útrýming lífvera er að gerast á hraða sem ekki hefur sést áður. Ef ekki verður tekið til rótækra breytinga, þá er framtíð komandi kynslóða ekki í góðum höndum. Ég tel að það sé ýmislegt sem að við getum lært af Na‘vi fólkinu, sem myndi um leið hjálpa okkur að takast á við þessum gríðalega stóra vanda sem blasir við lífkerfi jarðar. Við þurfum einfaldlega að vera nátengdari umhverfinu sem við lifum í. Við erum orðin svo föst í þessum tækniheim sem virðist svo spennandi og framandi að við gleymum því sem skiptir raunverulega máli. Við lifum í einu stóri neytendasamfélagi, þar sem mennirnir með peninga á milli handanna reyna að stjórna samfélagsþegnum með því að segja þeim að kaupa þetta og kaupa hitt til að verða hamingjusöm. En hver er tilgangurinn? Hvenær ætlum við að átta okkur á því að þessi lífsháttur er langt frá því að vera sjálfbær? Miðað við þær rannsóknir sem hafa komið út þá er ekki langt þangað til að allur fiskur í hafinu hverfi, að stór hluti af lífverum jarðar hverfi útaf okkur mönnunum. Ég tel að það sé okkar siðferðislega ábyrgð að reyna finna þessi tengsl við umhverfið og lifa í samræmi við það sem jörðin hefur upp á að bjóða. Ég vil allavegana ekki þurfa að sjá vistkerfið hrynja í framtíðinni og þurfa að horfast í augun á komandi kynslóðum sem spurja síendurtekið: „Afhverju gerðir þú ekki neitt?“
Heimildir: http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandoran_Neural_Network http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Pandora http://news.nationalgeographic.com/news/2014/05/140529-conservation-science-animals-species-endangered-extinction/
Comments