Ónæmiskerfið
- Birta Lind Atladóttir
- Apr 28, 2016
- 3 min read

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað gerist í líkamanum þegar að einstaklingur upplifir ofæmiskast. Aðallega vegna þess að móðir mín er með ofnæmi fyrir svo ótrúlega mörgu og ég get vel ímyndað mér að það sé mjög pirrandi. En hvað er ofnæmi - og hvað er það eiginlega sem orsakar ofnæmisviðbrögð? Ónæmiskerfið hefur það hlutverk að þekkja og verja líkamann frá örveirum, bakteríum og veirum. Kerfið virkar á þann hátt að það tekur upplýsingar frá umhverfinu okkar og greinir hvort það séu einhverjar óvelkomnar veirur komast í líkamann, þá dreifir ónæmiskerfið mótefnum á veiruna. En stundum þá bregst ónæmiskerfið ekki rétt við og framkallar ofnæmi. Ofnæmi orsakast af of mikilli næmni fyrir ákveðnum efnum, en þessi efni geta verið í hvaða formi sem er, en algengt er að fæðutegundir vekji upp ofnæmisviðbrögð. Þegar að einstaklingur með ofnæmi kemst í snertingu við efnið sem framkallar ofnæmisviðbrögðin þá er mótefnið sem ónæmiskerfið framleiðir að ráðast gegn hættulausum efnum og í kjölfarið fær viðkomandi ofnæmiskast. Einkenni sem fólk gæti fundið fyrir þegar það fær ofnæmiskast eru mjög misjöfn en þau helstu eru kláði, höfuðverkur, magaverkur, exem, útbrot og öndunarerfiðleikar. Einkennin geta verið allt frá því að valda smávægilegum óþægindum í að vera lífshættuleg. En eins og ég sagði áðan þá er móðir mín með ofnæmi fyrir óteljandi hlutum og hún greindist einnig með sjálfsofnæmissjúkdómi sem kallast rauðir úlfar. Ónæmiskerfið í einstaklingum með sjálfsofnæmi er í rauninni að gera árás á vefi eigins líkama. Það er ekki ennþá vitað hvað það er sem veldur þessum sjúkdóm, en sumir telja að samblanda af erfðum, umhverfi og hormónum eigi þátt í að valda sjálfsofnæmi. Þeir sem þjást af sjúkdómnum mega búast við að fá hárlos, útbrot, liðaverkji, nýrnasjúkdóma, hærri blóðþrýsting, brjósthimnubólgu, gollurshússbólgu; einnig geta komið einkenni í miðtaugakerfinu sem geta valdið flogaköstum og geðtruflunum. Batahorfur þeirra sem greinast með rauða úlfa eru misgóðar og fer það eftir á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Einkennin eru samt ekki alltaf áberandi og sjúkdómurinn getur legið niðri í mörg ár áður enn hann blossar upp aftur, en til þess að halda einkennunum í skjefum er notast við lyfjagjöf sem á einnig að styrkja ónæmiskerfið og meðhöndla líffæraskemmdir. Mér finnst ónæmiskerfið vera eitt magnaðasta kerfi líkamans, en það virðist samt ekki alltaf ætla að vera með manni í liði. Ég hef þó aldrei fundið fyrir neinu ofnæmi, þó ég sé búin að telja mér trú um að vera með ofnæmi fyrir rúðuspreyi (það er ekki gaman að þrífa glugga...). En það sem er merkilegt er að rannsóknir hafa sýnt fram á að ofnæmi er mun algengara í þróaðari löndum. Það hefur því verið sett fram sú kenning að of mikið hreinlæti geti valdið ofnæmi. Ástæðan fyrir því er að ónæmiskerfið hefur verið að þróast yfir mjög langan tíma í aðstæðum þar sem mennirnir voru í mikilli snertinu við örverur. En þegar að stór hluti af þessum örverum eru skyndilega teknar í burtu þá heldur virkni ónæmiskerfið samt sem áður áfram. Þessi kenning gefur tilkynna að það verður að vera ákveðið jafnvægi í umhverfinu okkar; of mikið hreinlæti er ekki gott en óhreinlæti er heldur ekki gott. Ég tel að þetta megi vel stafa af þeirri staðreynd að flest allar hreinlætisvörur sem að við erum að nota í dag eru fullar af óæskilegum efnum og líkaminn viti hreinlega ekki hvernig hann eigi að bregðast við. Heimildir: http://fightthecauseofallergy.org/page/why-do-we-have-allergies http://doktor.is/sjukdomur/raudir-ulfar-2#Hvers_vegna_faer_folk_rauda_ulfa http://www.visindavefur.is/svar.php?id=273 [if !supportLineBreakNewLine] [endif]
Comments