top of page

Inside Out

  • Birta Lind Atladóttir
  • Apr 23, 2016
  • 3 min read

Hver á ekki minningar sem að maður vill helst loka inni og aldrei aftur heyra minnst á? Það væri hentugt að geta ýtt á takka sem myndi eyða slæmum minningum fyrir fullt og allt, en svo virðist vera að heilinn sé ekkert voðalega samvinnuþýður þegar það kemur að loka af slæmar minningar. Í myndinni Inside out er farið yfir það ferli sem tekur að vista minningar og hvernig þær hafa áhrif á líðan manns. Heilastarfsemin í myndinni er sett upp á mjög myndrænan og skapandi hátt og þar fær áhorfandin innsýn í líf Riley sem að er ung stúlka sem að er að ganga í gegnum erfiða tíma eftir að foreldrar hennar ákváðu að flytja í nýtt hverfi. Þessir erfiðu tímar hafa neikvæð áhrif á líðan hennar og persónuleikinn hennar byrjar að mótast á ný. Riley átti margar góðar minningar í tengslum við áhugamálin sín og fjölskyldu, en skyndilega breytist allt og dökkt ský byrjar að elta Riley hvert sem að hún fer.

En hvernig fer heilinn að því að búa til nýjar minninigar og afhverju virðast slæmar minningar vera eftirminnilegri enn þær góðu? Til þess að skilja hvernig minnið virkar er mikilvægt á fá smá hugmynd um hvernig heilinn starfar. En heilinn er án efa eitt flóknasta líffæri sem fundist hefur og það hefur reynst erfitt að rannsaka hann. Heilinn gegnir megin hlutverki í taugakerfinu og er talið að hann samanstandi af 100 milljörðum taugafrumum sem senda taugaboð til hvor aðra um 1.000 triljón taugamóta. Heilinn er sífellt að vinna; taka á móti upplýsingum sem hann fær í gegnum skynkerfið, vinna úr þessum upplýsingum og svara með viðeigandi hætti og þannig getum við samhæft hugsun, tilfinningar, hegðun, hreyfingu og skynjun. Á hverjum degi þá er heilinn að taka inn upplýsingar frá umhverfinu í gegnum skynfærin. Sem að er einmitt fyrsta skrefið í að búa til nýjar minningar. Frá skynfærunum færast nýju upplýsingarnar yfir í skammtímaminnið þar sem þær eru túlkaðar af ýmsum skynsvæðum í heilbörknum. Eftir það færast upplýsingarnar yfir í heilasvæði sem kallast drekinn sem sér um tímabundna minnisfestingu; drekinn vinnur enn frekar úr þessum upplýsingum og ákveður hvort að þær færist yfir í langtímaminnið eða ekki, því skammtímaminnið hefur aðeins takmarkaða minnisgeymslu. Minningar sem að færast yfir í langtímaminnið varðveitast síðan í heilaberkinum í taugahópum. En afhverju virðast slæmar minningar vera eftirminnilegri? Tengslin milli minninga og tillfinninga í heilanum eru mjög sterk. Þegar við upplifum atburð sem að kallar fram hræðslu þá verðu mandlan (amygdla) í heilanum mun virkari heldur enn þegar einstaklingur upplifir jákvæðar eða hlutlausar tilfinningar í tengslum við einhvern atburð. Þetta gerir það að verkum að minningin sem situr eftir slæman atburð verður sterkari heldur en sú jákvæða. En mandlan gegnir mikilvægu hlutverki við að festa minningar í tengslum við atvik sem kalla fram miklar tilfinnningar. Mandlan er hluti af randkerfi heilans sem er staðsett miðlægt undir hvelaheila, innst í heilanum og liggur í boga í kringum heilastofninn. Randkerfið samanstendur af möndlu, undirstúku og dreka. Eins og kom fram hér fyrir ofan þá virkist mandlan við mótun minninga og hefur hún þann eiginleika að geta einbeitt sér sérstaklega að tilteknum áreitum frá umhverfinu og vinna enn frekar úr þeim. Mandlan er því talin geta hjálpað lífverum að skilgreina áreiti og svara með viðeigandi hætti í sameiningu með taugakerfinu. Mandlan getur því hjálpað að muna eftir atburðum sem að vöktu upp hræðslu. Án starfsemi möndlunar hefðum við líklegast átt mun erfiðara með að lifa af; þegar eitthvað slæmt gerist þá getur heilinn munað það einstaklega vel, því ef maður skildi einhverntímann lenda í svipuðum aðstæðum aftur þá þá er mikilvægt að muna hvernig á að bregðast við í slíkum aðstæðum og þá er hentugt að geta afturkallað þessar slæmu minningar hratt og örugglega. Því meira sem að ég fræðist um líkamann, dýr, náttúruna og umhverfið sem ég bý í þá er ég sífellt að átta mig á því hversu stórkostlegt allt þetta er. Hvernig í ósköpunum varð heili til? Mér finnst frekar fyndið að hugsa um það að ég sé að reyna að skilja minn eiginn heila með því að nota hann. Allavegana... þá fannst mér fannst Inside out ná að koma með frábæra útgáfu af heilasstarfseminni og það er margt sem að hægt er að bera saman við það sem við vitum nú þegar um heilann. Heilinn er margslungið fyrirbæri og það er erfitt að segja hvort við munum einhvern tímann ná að leysa ráðgátuna á bakvið starfsemi mannsheilans, en þetta er án efa eitt af mögnuðustu líffærum á jörðinni. Heimildir: http://www.human-memory.net/brain.html http://www.human-memory.net/ http://science.howstuffworks.com/life/remember-bad-times-better-than-good2.htm http://www.livescience.com/1827-bad-memories-stick-good.html


 
 
 

Comments


bottom of page