top of page

Heilbrigt hugarástand, heilbrigður líkami

  • Birta Lind Atladóttir
  • Apr 20, 2016
  • 3 min read

Ég verð að segja að ég er frekar dugleg að finna mér nýja vegan youtubers til að horfa á Youtube... Ég hef horft á fjöldan allan af stelpum/konum segja frá sinni reynslu af veganisma. Það sem ég byrjaði að taka eftir núna nýlega er að sumar af þessum stelpum höfðu verið að glíma við átraskanir, þá aðallega anorexiu og þær áttu það sameiginlegt að hafa snúið sér að veganisma vegna heilsu þeirra. Þær sögðust allar hafa verið fastar í því hugarástandi að þær máttu ekki borða of mikið því þá myndu þær fitna og byrjuðu að þróa með sér kvíða sem kom upp við matarborðið. En þegar þær fræddust um veganisma opnaðist nýr heimur sem byggði á allt aðrari hugmyndafræði, sem snýst um að borða eins mikið af ávextum, grænmeti og kornmeti og þú vilt án þess að þurfa að hafa áhyggjur á að bæta á sig aukaþyngd. Því að ef að einstaklingur ákveður að gerast vegan þá þarf sá aðili að borða mun meira magn af mat heldur enn áður, því kaloríu fjöldin í grænmeti og ávextum er hlutafallslega séð ekki jafn mikill og í mjólkurvörum og kjöti. Af þessum ástæðum er mun erfiðara að borða yfir sig og þar af leiðandi bæta á sig kílóum og það var sú pæling sem að snéri þessum stelpum að veganisma. Allt í einu þurftu þær ekki að hræðast mat.

En þessi skelfilegi sjúkdómur hefur mjög slæm áhrif á líkamann og oft á tíðum lendir fólk á spítala þar sem það eru nær dauða en lífi. En hvað gerist í líkamanum þegar ekki er borðað nægilegt magn af mat til að uppfylla þarfir líkamans? Það eru 5 – 20% af öllum þeim sem þróa með sér sjúkdóminn sem deyja af völdum hans. Þegar að einstaklingur fær ekki nægilegt magn af næringu til að tryggja eðlilega líkamsstarfssemi, byrja margir líkamspartar að gefa eftir. Eitt af þeim líkamlegu einkennum sem fylgir anorexiu er að blóþrýstingurinn lækkar hættulega mikið og púlsinn hægist. Einnig hægist á starfsemi blóðrásakerfisins sem veldur því að líkaminn verður mjög kaldur. Þetta veldur miklu álagi á hjartað og lífshættulegar hjartsláttartruflanir geta gert vart við sig. Enn fremur truflast framleiðslan á kynhormónum og tíðahringurinn hjá konum getur stöðvast. Stór hluti af þeim sem að greinast með anorexiu eru ekki nema á unglingsárunum og þessar breytingar á hormóna jafnvæginu og næringu hafa gríðarlega mikil áhrif á vöxt og myndun beina. Þeir sem að greinast ungir með anorexiu eiga því í sérstaklega mikilli hættu á að fá beinþynningu. En beinþynning raskar eðlilegri uppbyggingu beinana og beinmassin er ekki nægilega mikill til að viðhalda heilbrigðum beinum. Eftir að hafa heyrt allar þessar sögur, þá er í rauninni ekki skrítið afhverju það eru svona gríðarlegur fjöldi af sérstaklega stelpum að greinast með anorexiu. Það er sífellt verið að senda ungum stelpum og konum þau skilaboð að þurfa að hafa ákveðið vaxtarlag og vera grannar; ekki borða þetta, ekki borða of mikið af þessu, brennslutöflur, megrunarkúrar...Þetta hættir ekki. Ég held að flest allar stelpur sem að ég þekki, ásamt sjálfri mér hafi fundið fyrir þessum skilaboðum og tengslin við mat hafa fengið neikvæða merkingu í lífi margra. En ég held að vandamálið sé ekki að við séum að borða of mikið, heldur frekar að við séum að borða ranga fæðu sem að er að valda okkur vanlíðan. Rétt fæða skiptir sköpum þegar að það kemur að andlegu og líkamlegu heilbrigði. Það er okkur náttúrulegt að borða eins mikið og okkur lystir af réttu fæði. Matur er orkugjafi líkamans og með því að borða óheilbrigða fæðu er eins og að setja bensín á dísel bíl.

Heimildir: http://www.webmd.com/mental-health/eating-disorders/anorexia-nervosa/features/anorexia-body-neglected http://www.eatingdisorderhope.com/information/anorexia/anorexia-effectkill-spirit-life-body http://eating-disorders.org.uk/information/the-effects-of-under-eating/


 
 
 

Commenti


bottom of page