Fyrirlestur - Sjálfsmat
- Birta Lind Atladóttir
- Apr 18, 2016
- 1 min read

Þessa vikuna hélt ég fyrirlestur um myndina Cowspiracy. Mér fannst fyrirlestur ganga betur en ég bjóst við (ég dó allavegana ekki) og við náðum að koma mikið af upplýsingum til áhorfenda á þessum 25 mínútum sem við höfðum og mér fannst ég læra helling af því að gera þenna fyrirlestur. Það sem ég hefði hinsvegar viljað gera betur er að reyna ekki að stressa sjálfan mig svona mikið, ég held ég hafi lesið allar greinar á netinu um hvernig maður eigi að minnka stress áður enn maður heldur fyrirlestur og það hjálpaði ágætlega. Ég komst einnig að því að undarlegi heilinn minn þekkir greinilega ekki muninn á hættulausum aðstæðum sem vekja upp stress og raunverulegum hættum, eins og þegar ljón er að elta mann. En eftir fyrirlesturinn leið mér mun betur og ég komst að því að þetta er bara fyrirlestur en ekki ljón að reyna að drepa mig...
Comments