Fyrirlestur - Planets of the Apes
- Birta Lind Atladóttir
- Apr 16, 2016
- 2 min read

Einn af fyrirlestrunum sem að ég horfði á fyrr í vikinu var um myndina Rise of the Planet of the Apes. Myndin fjallaði um vísindamannin Will Rodman sem að va búinn að vera vinna í 5 ár við að hanna „ALZ-112“ sem að er sérhönnuð retróveira sem að á að lækna alzheimer. En ALZ-112 náði ekki aðeins að endurbyggja heilafrumur, heldur einnig urðu þær betrumbættar og skilvirkari sem olli því að simpansari urðu álíka greindir og manneskjur.
Mér fannst fyrirlesturinn vera mjög áhugaverður, enn það var smá erfitt að fylgja fyrirlestrinum á sumum köflum og þess vegna langaði mig að fræðast enn meira um þetta. Eftir fyrirlesturinn byrjaði ég að velta fyrir mér hvort við værum eitthvað nálægt því að finna lækningu við alzheimer og hvað það er sem að orskar sjúkdóminn. Alzheimer er hrörnunarsjúkdómur í heila sem að skerðir minni, hugsunarferli og getuna til að framkvæma einföld verkefni. Taugafrumurnar í heilanum byrja smátt og smátt að rýrna og deyja svo að lokum. Greining á sjúkdómnum er ekki einföld og orsök sjúkdómsins hefur einnig verið stór ráðgáta. En nýleg rannsókn sem vísindamenn við Duke háskólann gæti blásið von í líf þeirra sem sjúkdómurinn hrjáir. Vísindamennirnir höfðu verið að rannsaka alzheimeir í músum þegar þeir uppgötvuðu það að ónæmisfrumur sem gegna því hlutverki að verja heilann, byrjuðu skyndilega að taka til sín argín sem að er lífsnauðsynleg amínósýra. Þeir prufuðu svo að nota lyf til að koma í veg fyrir að þetta ferli ætti sér stað og gátu þannig komið í veg fyrir að minnistap og önnur einkenni alzheimers. Vísindamenn telja að það sé mikilvægt að viðhalda hlutverki og virkni argíns til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar þrói með sér sjúkdóminn. Þessi rannsókn hjálpaði vissulega að auka skilning vísindamanna á alzheimer og vonandi mun lækning finnast sem fyrst. Það er þó ekki alltaf þannig að það sama eigi við menn og mýs svo það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni á þessari kenningu. Heilinn er svo gríðarlega flókið líffæri og því þarf að taka eitt skref í einu áður enn við náum að fullkomna skilning okkar á þessu dularfulla fyrirbæri. Heimildir: http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=70&pid=22 https://www.nia.nih.gov/alzheimers/publication/alzheimers-disease-fact-sheet http://www.independent.co.uk/life-style/health-and-families/health-news/alzheimers-breakthrough-scientists-may-have-found-potential-cause-of-the-disease-in-the-behaviour-of-10176652.html [if !supportLineBreakNewLine] [endif]
Comments