Fyrirlestur - Eternal sunshine of the spotless mind
- Birta Lind Atladóttir
- Apr 16, 2016
- 2 min read

Eternal sunshine of the spotless mind var ein af kvikmyndunum sem ég væri til í að sjá eftir að hafa horft á fyrirlestur um hana í líffræði tíma. Myndin fjallar um Clemetine sem að ákveður að eyða minnungum sýnum um fyrrverandi kærastann sinni og þegar að Joel, fyrrverandi kærastinn hennar kemst að þessu, þá ákveður hann að gera það sama og þau gleyma bæði sambandinu sem þau átti við hvort annað. Í fyrirlestrinum var mikið farið yfir hvernig heilastarfsemin virkar og ferlið sem fellst í því að búa til nýjar minningar. Mér fannst allt vera mjög skýrt í fyrirlestrinum og efnið var sett upp á mjög áhugaverðan hátt. En mig langaði aðeins að fræðast meira um hvort það væri hægt að eyða minningum burt eins og var gert í myndinni. Þegar að eftirminnilegur atburður í lífi manns á sér stað þá virkjast frumur heilans og mynda nýjar tengingar og um leið endurnýjast rafrásir heilans. Þessi breyting sem að á sér stað gerist að hluta til vegna próteina sem að má finna í heilanum. Rannsóknir á þessum próteinum hafa sýnt að með því að nota lyf sem að koma í veg fyrir myndun þessa próteina, gat heilinn ekki munað eftir nýlegum atburðum. Enn frekari rannsóknir leiddu í ljós leið til þess að eyða minningum úr langtímaminninu. Þetta er gert með því að sprauta lyfinu sem að hindraði prótín myndunina á meðan að einstaklingurinn var að muna gamlan atburð. Þetta var rannsakað á rottum með að viðbragðsskylirða þær. Það var gert með því að spila ákveðinn hljóm og í hvert skiptið sem að hljómurinn var spilaður þá fengu rotturnar rafstuð. Rotturnar lærðu því fljótlega að með hljóminum fylgdi rafstuð og í hvert skiptið sem að þær heyrðu hljóðið urðu þær mjög órólegar og hræddar. En þegar prufað var að sprauta prótíninu í rotturnar og sami hljómurinn spilaður þá sýndu þær ekki nein hræðsluvibrögð. Þó að rannsóknir á þessu sviði séu enn á byrjunarstigi þá getur þetta vissulega hjálpað okkur við að skilja heilastarfsemina og minnið betur. Það væri samt betra ef að þetta væri rannsakað á mönnum ekki dýrum. Það myndi bæði skila sér með áreiðanlegri niðurstöðum og það myndi ekki brjóta gegn velferð dýra. Dýrin hafa ekki getuna til að segja hvort að þau vilji láta gera tilraun á sér eða ekki, en það geta mennirnir hinsvegar. Heimildir: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=607 https://www.youtube.com/watch?v=89shevn24L8 http://www.sciencealert.com/scientists-have-figured-out-how-to-to-erase-your-painful-memories
Comments