Gattaca
- Birta Lind Atladóttir
- Mar 12, 2016
- 3 min read

Ég horfði á Gattaca í líffræði fyrir nokkrum dögum og mér fannst myndin takast á við mjög áhugavert efni. Myndin fjallar um Vincent sem að er einn af þeim fáu sem að voru fæddir á náttúrulegan hátt. Í þessu samfélagi var flest fólk getið í tilraunarglasi og fósturvísanir voru forskannaðir fyrir hverskyns genagöllum. Með þessum hætti gátu foreldrar valið kyn, hárlit og augnalit barnsins, ásamt því að geta komið í veg fyrir genagalla. Strax eftir fæðingu voru börnin erfðagreind til að mæla líkurnar þeirra á að fá ákveðna sjúkdóma og ákvarðað var hversu hæf þau væru fyrir alvöru heiminn. Þegar Vincent var erfðagreindur þá kom í ljós að hann væri með veikt hjarta og lífslíkur hans voru ekki nema 30 ár. Á þessum tímapunkti voru örlög hans ráðin. Því að í þessum heim skiptir kynþáttur, kyn eða trú þín engu máli; í þessum heimi skiptir aðeins máli hversu sterk gen þú hefur. Þetta er heimur genamisréttis. Í gegnum tíðina hafa rannsóknir á erfðum færst í aukanna og það er nú vel vitað að erfðir hafa stór áhrif á heilsu tengda þætti, líkamlega uppbyggingu, hegðun og yfirhöfuð almenna eiginleika. En erum við kominn það langt að við séum á leiðinni að nota sömu tækni og í Gattaca til að skapa arfbætandi heim? Aðferðir sem að gera fólki kleift um að ákveða erfðir eru nú þegar komnar í sviðsljósið og sumar eru í mjög hraðri þróun. Það er til dæmis hægt að skanna fósturvísa í glasafrjógvun og finna þannig út kyn og áhættuþætti fyrir sjúkdómum. Einnig hafa vísindamenn notað aðferð sem að fellst í því að draga út gallaða hvatbera úr eggfrumu og setja í staðin heilbrigða hvatbera úr annarri eggfrumu. Rannsakendur við Sun Yat-sen hóskólan í Kína hafa gefið út að þeir hafi hannað fósturvísa til að draga úr genið sem að er orsakavaldur fyrir lífshættulega blóð sjúkdóminum thalassaemia. Notast var við gena-lagfæringar aðferð sem að er kölluð CRISPR/Cas9; þessi aðferð notar prótein sem komið er úr bakteríum til að taka í burtu tiltekið gen, sem var svo lagfært og sett aftur á sinn stað. Vísindamennirnir sprautuðu 86 fósturvísa með prótíninu Cas9 og 54 af 71 fósturvísunum sem lifðu af voru erfðagreind. Þá kom í ljós að aðeins 28 af fósturvísunum náðu að koma lagfærða geninu fyrir á sinn stað og einnig var tekið eftir óvæntum stökkbreytingum í genunum. Það mað því segja að við séum á góðri leið í að ná tökum á því að stjórna erfðum komandi kynslóða. Þrátt fyrir óvæntar uppákomur í rannsóknum á þessu efni, en það mun einungis aðstoða vísindamenn við að skilja erfðir enn betur. En er þetta skref í rétta átt? Mun þessi þróun leiða til bætts samfélags? Ef að það á að taka ákvörðunum um hvort að það eigi að gera gena breytingar á fósturvísum löglegar, þá eru margir þættir sem ber að hafa í huga. Í fyrsta lagi þá þurfum við að hugsa afhverju við myndum vilja stjórna genum barna okkar; ég held að svarið liggji í því að við viljum reyna að sneiða hjá sjúkdómum, ásamt því að reyna að draga fram eiginleika sem að þykja sterkir innan samfélagsins. En hvaða afleiðingar gæti þetta haft fyrir samfélagið í heild sinni? Eins og sást í Gattaca var genamisrétti gífurlega áberandi. Fólkið í samfélaginu myndaði sér skoðun á hverjum einstaklingi útfrá erfða upplýsingum þeirra. Þetta hefur í för með sér afar neikvæð áhrif á samfélagið, vegna þess að ef að það er aðeins litið á gena kóða fólks þá sér fólk ekki heildarmyndina. Það eru ekki bara erfðir sem að stjórna því hversu klár þú ert eða hversu góður þú ert í íþróttum. Heldur einnig æfing og hugarfar. Ef að einstaklingur er ekki með bestu genin til að verða íþróttamaður en æfir sig á hverjum degi og setur sér markmið, þá er sá einstaklingur mun líklegri til að ná árangur heldur enn sá sem að er með mjög sterk gen en leggur sig ekkert fram. Þá geta þeir sem að leggja mjög hart að sér verið útilokaðir frá samfélaginu þó að þeir séu mjög hæfir fyrir starfið. Eins og mátti sjá í myndinni þar sem Vincent átti aðeins að tilheyra lágstéttar störfum, þó að hann væri mjög klár á sviði geimvísinda. Er þá siðferðislega rétt að stjórna erfðum barna sinna? Það getur þjónað ákveðnum tilgangi, eins og að koma í veg fyrir lífshættulega sjúkdóma. En á sama tíma þá verða að vera takmörk á hvað má og hvað má ekki. Það ætti ekki að mega að ráða kyni eða útlitseiginleikum, því það væri einungis uppispretta af misrétti og misrétti af einhverju tagi getur ollið mikilli óhamingju innan samfélagsins. Ef að markmiðið er að bæta samfélagið þá ætti það um leið að stuðla að hamingju sem flestra. Heimildir: http://www.livescience.com/44087-designer-babies-ethics.html http://www.telegraph.co.uk/news/science/11558305/China-shocks-world-by-genetically-engineering-human-embryos.html http://www.nature.com/scitable/topicpage/genetic-inequality-human-genetic-engineering-768
Commentaires