Er kyrrsetu líf að spilla heilsu okkar?
- Birta Lind Atladóttir
- Mar 5, 2016
- 3 min read

Ef við stöldrum aðeins við og hugsum í hvaða stellingu við erum oftast í. Það fyrsta sem að kemur upp í huga minn er sitjandi. Sitjandi í skólanum, sitjandi í strætó, sitjandi þegar ég læri heima, sitjandi þegar ég borða... Hreint út sagt, þá erum við eiginlega alltaf sitjandi. Ég pældi ekki mikið í þessu fyrr enn ég las grein sem að fjallaði um að það væri álíka jafn óhollt að vera sitjandi yfir langan tíma og að reykja. Ég sem áhuga manneskja um heilbrigðan lífsstíl kippti mér upp við þessum rannsóknum. Hvað er eiginlega að gerast í líkamanum þegar við sitjum í langan tíma og hvaða áhrif hefur það á heilsuna? Það hafa verið framkvæmdar margar rannsóknir á hvernig kyrrseta kemur niður á heilsunni. Þessar rannsóknir tengdu kyrrsetu við hærri blóðþrýsting, offitu, efnaskiptasjúkdóm, hærri blóðsykur, hátt kólestról og krabbamein. Um leið og við setjumst niður þá lækkar boðspennutíðni í vöðvunum og líkaminn byrjar að brenna mun færri hitaeiningum, enda þurfum við á hreyfingu að halda til að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Eftir að hafa setið í þrjá klukkutíma, þá verður verður víkkun slagæða helmingi minni og við það minnkar blóðflæðið. Þegar það var skoðað hvað gerðist í líkamanum eftir að einstaklingur hafði setið stanslaust í 24 klukkutíma þá litu niðurstöðurnar alls ekki vel út. Insúlín gegnir lykilhlutverk í að sjá til þess að glúkósi skili sér til frumna líkamans sem þær geta síðan nýtt sem orku; eftir að hafa sitið í 24 tíma verður upptaka líkamans á glúkósa 40% minni. Þetta setur einstaklinga sem sitja lengi í áhættuhóp fyrir sykursýki 2. Ef að einstaklingar eru í kyrrsetu í meira en 6 tíma á dag í tvær vikur, þá hækkar magna LDL kólestróls í blóðinu ásamt öðrum fitusameindum. Til þess að bæta gráu ofan á svart þá verður virkni ensíma sem að brjóta niður fitusameindir ekki jafn skilvirk og lítil virkni í vöðum veldur því að vöðvafrumurnar brotna niður og í staðinn koma fitufrumur. Hreyfingarleysi hefur ekki aðeins áhrif á líkamlegt ástand, heldur einnig andlegt ástand. Með því að hreyfa sig eykst súrefni í blóðinu sem fer til heilans og í kjölfarið verður starfsemi heilans auðveldari og skilvirkari. Einnig eykst framleiðsla á hormóninu endórfín sem að ýtir undir vellíðan. Líkami mannsin hefur að geyma 360 liði og 700 beinagrindsvöðvum sem gerir okkur kleift um að hreyfa okkur án mikillar fyrirhafnar. Ásamt því er húðin okkar teygjanleg sem að auðveldar hreyfingu enn frekar. Útfrá þessum niðurstöðum er hægt að gera ráð fyrir því að líkami mannsins er ekki byggður til að vera lengi í kyrrstöðu. Hversu vel líkaminn okkar nær að starfa og halda okkur heilbrigðum ræðst stórlega af hversu mikið við hreyfum okkur. En miðað við hvernig samfélagið sem við búum í er byggt þá erfitt að komast hjá því að eyða stórum hluta af deginum sitjandi. En þarf það að vera þannig? Það eru vissulega til lausnir sem vert er að líta á. Ég tel að það sé mikilvægt að það verði vitundarvakning um áhrif kyrrsetu á líkamans þannig að bæði skólar og vinnustaðir reyni að skapa umhvefi sem að stuðlar að heilbriði. Það væri til dæmis hægt að vera með skrifborð sem hægt væri að standa við og hafa íþróttasal og rækt í hverjum skóla. Þá væri hægt að nýta tímann í hreyfingu ef að nemendur eru í eyðu. Það er mikilvægt að líta ekki framhjá áhrifunum sem kyrrseta hefur á líkamann. Ef að við viljum að öllum líði vel í samfélaginu þá er grundvallaratriði að byggja samfélagið upp á þann hátt að við getum auðveldlega lifað heilbrigðum lífstíl. Heimildir: https://www.youtube.com/watch?v=uiKg6JfS658 https://www.youtube.com/watch?v=wUEl8KrMz14 http://www.bd.com/us/diabetes/page.aspx?cat=7001&id=7244 http://www.visindavefur.is/svar.php?id=10975 http://www.mayoclinic.org/healthy-lifestyle/adult-health/expert-answers/sitting/faq-20058005 [if !supportLineBreakNewLine] [endif]
Comments