Rain man
- Birta Lind Atladóttir
- Feb 21, 2016
- 3 min read

Nýlega horfðum við á myndina Rain man í tíma. Myndin varpar fram ákveðni birtingarmynd einstaklings með einhverfu. Raymond sem að er aðalpersónan í myndinni var mjög reglusamur, sýndi áráttukenda hegðun, átti erfitt með félagsleg samskipti og tilfinningaleg tengsli, hinsvegar var hann með framúrskarandi minni og stærðfræði hæfileika. Það sem að ég hef oft heyrt í tengslum við einhverfu er að þeir einstaklingar skari oft frammúr á einstökum sviðum og séu með háa greindavísitölu. En er það í raun og veru? Ef svo er, hvað er það sem að veldur því að einstaklingar með einhverfu hafi meiri tilhneigingu til að vera með afburðamikla hæfileika á tilteknum sviðum? Það eru til margir flokkar á einhverfu rófi og það er mjög misjafnt hvaða einkenni koma fram hjá hverjum og einum. Sumir einstaklingar með einhverfu sína væg einkenni og geta tekið þátt í skóla og starfi, á meðan aðrir þurfa sérstaka umönnun á hverjum degi. En það sem að hefur vakið upp áhuga rannsakenda á einhverfu eru þau tilfelli þar sem að einstaklingar með einhverfu sýna yfirburða mikla getu á sérstökum sviðum. Þegar það voru gerðar enn frekari rannsóknir á þessu, kom í ljós að 10% af þeim sem að greinast með einhverfu séu með framúrskarandi hæfileika. Þessir hæfileikar geta tekið á sig ýmsar myndir, en algengast er að þeir tengjist stærðfærði, reikningi, minni, listum og tónlist. Það er hinsvegar ekki enn vitað hvað það er sem að lætur einstaklinga með einhverfu líklegri til að þróa með sér slíka hæfileika. Sumar rannsóknir benda til þess að það séu ákveðinn gen sem að eru sameiginleg hjá einstaklingum sem má tengja við skilvirkari heilastarfsemi þegar að það kemur að ákveðnum hugsunarferlum. Rannsóknir hafa sýnt að erfðir tengist einhverfu að einhverju leiti. Eineggja tvíburar eru t.d. mun líklegri til þess að greinast báðir með einhverfu heldur en tvíeggja tvíburar og munurinn liggur í því að tvíeggja tvíburar hafa ekkert erfðfræðilega meira sameiginlegt heldur en önnur systkini, en eineggja tvíburar hafa nákvæmlegu sömu erfðamengi. Það er því ekki endilega frá séð að erfðir geti átt þátt í að framkalla þessa hæfileika hjá einhverfum einstaklingum. En eru það aðallega gen sem að hafa áhrif á gáfur fólks? Áður fyrr var haldið að greind réðist af því hvernig heilabörkurinn mótaðist, af því að á þessu svæði heilans má finna mikilvæga vefi sem kallast grátt efni. Vefirnir gegna lykil hlutverki þegar kemur að minni, athygli, skynjun, hugsun og tungumáli. En nú hafa vísindamenn náð að greina DNA þræði sem að ráða að einhverju leiti hvort að einstaklingur sé "gáfaður" eða ekki. Það voru rannsakendur úr Imperial College London sem að fundu þessa DNA þræði og þeir líkja þeim við fótboltalið; ef að allir leikmennirnir eru á réttum stað þá starfar heilinn eins og best er á kosið. Hinsvegar, ef að genin eru ekki rétt uppröðuð þá getur það leitt til þess að heilastarfseminn verði sljó. Af þessu sögðu má álykta svo að erfðir spili stórt hlutverki í að ákvarða hvort að einstaklingur verði yfirburða greindur eða ekki. Það virðist einnig vera svo að einstaklingar með einhverfu hafi tilhneigingu til að verða framúrskarandi hæfileikaríkur á ákveðnum sviðum, en það er mikilvægt að átta sig á því að þessi hópur er aðeins í minnihluta og því ekki hægt að draga þá ályktun að allir sem eru með einhverfu séu með greinadvístölu sem nær langt yfir meðaltal. Mér finnst einnig mikilvægt að reyna átta sig á hvað fellst í því að vera gáfaður, klár eða vitur? Er það allt það sama? Hver er mælikvarðinn á gáfum? Heimildir: https://www.wisconsinmedicalsociety.org/professional/savant-syndrome/resources/articles/rain-man-the-movie-rain-man-real-life/ http://www.dailymail.co.uk/health/article-2988410/Autism-linked-higher-intelligence-People-genes-related-condition-scored-better-mental-ability-tests.html https://iancommunity.org/ssc/measuring-iq-autism https://www.autism.com/understanding_savants http://www.telegraph.co.uk/news/science/science-news/12061787/Intelligence-genes-discovered-by-scientists.html
Comments