top of page

Mantis Shrimp

  • Birta Lind Atladóttir
  • Feb 18, 2016
  • 2 min read

Af einhverjum ástæðum fann ég sjálfan mig sitjandi í sófanum að horfa á Ævar vísindamann... Það sem að vakti eftirtekt hjá mér var þegar að hann byrjaði að tala um beiðu-rækjuna (mantis shrimp). Beiðu-rækjan er krabbadýr sem að má rekja til 450 tegunda. Þær lifa í heittempruðum sjó í botninum á Indlandshafinu og Kyrrahafinu. Þær eru yfirleitt í kringum 10 cm og eru einstaklega litríkar eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Þrátt fyrir að þær séu litlar og léttar þá stöðvar það þær ekki frá því að veiða bráð eða hrekja í burtu önnur rándýr sem eru margfalt stærri en hún sjálf. Árásir frá beiðu-rækjunni gerast ótrúlega hratt; 50 sinnum hraðar enn augablik. Þær geta ferðast 10 metra á sekúndu og framkallað högg sem er með kraft á við byssskots. Augun og sjón beiðurækjunar var það sem vakti helst athygli mína. Augun eru staðsett á löngum stilkum sem að hreyfast sjálfstætt. Þær eru með einstaklega góða sjón sem þau nota til að finna bráð og rándýr. Beiðurækjan er án efa með flóknustu og afrbigðilegustu augun í dýraríkinu; þær geta séð útfjólublátt ljós og skautað ljós. Bæði augun þeirra eru með þrífelda sjón, sem gerir þeim kleift um að mæla dýpt og fjarlægð. Rannsóknir á beiðu-rækjunni hafa leitt í ljós að þær skynja liti allt öðruvísi enn flest dýr. Flest fólk hefur þrjár tegundir af taugungum í sjónu; ljósnema, tvískautunga og hnoðfrumur. Fuglar, skriðdýr og fiskar hafa fjórar tegundir af taugungum og eru því fær um að sjá útfjólublátt ljós. En það er ekkert sem slær við beiðurækjunni, sem er með 12 mismunandi tegundir af taugungum. En þær búa í kóralrifum sem eru mjög litrík og því hentar þessi magnaða sjón þeirra vel.

Eftir að hafa kynnt mér betur beiðurækjuna þá held ég að hún eigi seint eftir að falla úr minni. Mér finnst alveg órtúlegt hversu fjölbreytt dýraríkið er og þekking mín um lífríki jarðar er sifellt að aukast og um leið að breyta sýn minni á þessum dularfulla og stórkostlega heimi. Heimildir: http://phenomena.nationalgeographic.com/2014/01/23/the-mantis-shrimp-sees-like-a-satellite/ http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5852 http://channel.nationalgeographic.com/wild/kingdom-of-the-oceans/videos/mighty-mantis-shrimp/


 
 
 

Comments


bottom of page