The Island
- Birta Lind Atladottir
- Feb 11, 2016
- 4 min read

Í þessari viku horfði ég á The Island sem fjallar um Lincoln Six Eco, sem að býr í einangruði rými ásamt þúsunda annarra. Þau eiga öll það sameiginlegt að vilja fara á „eyjuna“ sem að er eina paradísin eftir á jörðu sem ekki hefur orðið fyrir mengun. Lincoln finnst aðstæðurnar sem hann býr við dularfullar og krefst eindregið svara við spurningum um hans eiginn tilveru. Forvitni hans og efasemdir ná að draga hann í átt að sannleikanum og kemur í ljós að hann ásamt öllum hinum sem búa í þessu aflokaða rými eru klón af annarri manneskju. Í myndinni má sjá hvernig þróun á einræktun hefur náð að skila sér til samfélagsins, en á sama tíma vakna upp ýmsar efasemdir um hvort einræktunin sé í raun og veru að bæta samfélagið eða að gera illt verra. Í myndinni var hönnuð lífræn grind af líffærum sem að var með nákvæmlega sama DNA og skjólstæðingurinn. En innan við 12 mánuði átti lífræna grindina að vera tilbúin til notkunar. Líkamarnir voru svo geymdir í vatnsbelgum með innbyggðum leiðslum fyrir næringartúbur. Þegar að klónin voru tekin úr belgnum, voru þau með starfshæfan líkama á við fullorðna manneskju. Líkami klónsins átti að veita fólki tryggingu fyrir nýjum líffærum sem væru með nákvæmlega sömu erfða uppbyggingu og því óaðgreinanleg frá þeirra eigin. Ef eitthvað skyldi koma upp á, þá gætu þau stólað á að það beði annað sett af þeim sem hægt væri að nota í líffæragjöf. En hvernig er birtingarmynd einræktunar nú til dags? Í fyrsta lagi þá er markmiðið með einræktun að stuðla að fjölgun frumna eða lífvera sem að eru erfðafræðilega eins. Það eru ýmis flókin ferli sem að liggja á bakvið einræktun og undan farin ár hafa vísindamenn lagt áherslu á að auka þekkingu sína á þessu sviði. Flestir ýminda sér ábyggilega að einræktun eigi sér einungis stað á tilraunastofum, en hún getur einnig gerst náttúrulega. Dæmi um einræktun í náttúrunni eru að sumar plöntur og einfrumungar, eins og bakteríur, fjölga sér með kynlausri æxlun og framleiða erfðalega eins afkvæmi. Hinsvegar, ef litið er á þær aðferðir sem vísindamenn hafa verið að notast við, þá eru til þrjár ólíkar gerðir af einræktun: DNA klónun (gene cloning), lífveru klónun (reproductive cloning) og frumu klónun (therapeutic cloning). Þessar þrjár ólíku gerðir eru allar notaðar í mismunandi tilgangi; DNA klónun framleiðir eftirlíkingar af genum eða part af genum. Lífveru klónun býr til nýtt eintak af dýri og frumu klónun er notuð til að búa til stofnfrumur með það markmið að útbúa vefi sem að hægt væri að skipta út fyrir skemmda eða sýkta vefi. Ef við skoðum betur ferli lífveru klónunar, þá er fyrsta skrefið í ferlinu að taka líkamsfrumu úr þeirri lífveru sem ætlað er að klóna, þetta má vera hvaða líkamsfruma sem er fyrir utan sæðisfruma og eggfruma. Næst er frumukjarninn, sem inniheldur erfðaefni frumunnar, aðskilinn frá frumunni sjálfri. Eftir það er fjarlægt kjarna úr eggfrumu og kjarna líkamsfrumunnar er komið fyrir í staðinn. Næst er efna eða raf örvanir notaðir til að hrinda af stað frumuskiptingu. Ef að eggið skiptir sér eins og til var ætlast og myndar kímblöðru, þá koma vísindamenn egginu fyrir í staðgengils móður sem að lokum fæðir afkvæmið. Þessi aðferð hefur náð að skila af sér nokkrum klónum af lífverum. Dæmi um það er fræga kindin Dolly sem var klónuð árið 1997. Þar náðu vísindamenn að fjarlægja kjarna úr eggfrumu kindar og settu í staðin tvílitna kjarna úr líkamsfrumum kindar af öðru kyni. En þá vaknar upp stóra spurningin: væri hægt að gera hið sama til að klóna menn? Fræðilega séð þá er möguleiki á að klóna manneskjur. En það eru enn ekki til neinar heimildir um manneskju sem hefur verið klónuð. Vísindamenn hafa samt sem áður náð að búa til klón af fósturvísi manna, en þeim var ekki leyft að þroskast í fullvaxta einstakling. Ástæðan fyrir því að vísindamenn hafa ekki farið skrefinu lengra með einræktun á mönnum, er vegna þess að einræktun manna er gríðarlega umdeild og siðferði spilar þar stórt hlutverk. Þá er einnig mikilvægt að benda til þess að einræktun á dýrum hefur í afar fáum tilvikum heppnast; aðeins 1 af hverjum 100 tilraunum enda með lífvænlegri lífveru. Dýr sem að hafa verið klónuð hafa einnig sýnt merki um slæma heilsu og þau hafa tilhneigingu til að þróa með sér óeðlilega stór líffæri sem veldur oft á tíðum dauða þeirra. Af þessum ástæðum telja margir að það sé ekki siðferðislega rétt að stunda einræktun á mönnum. Það sem ég tel að sé einnig mikilvægt að hafa fast í huga varðandi einræktun á mönnum er að þeir einstaklingar sem að verða klónaðir gætu upplifað sig frábrugðna frá almúganum; sem gæti leitt til þess að þeim væri mismunað innan samfélagsins. Rétt eins og gerðist í The Island, þar sem klónin voru álitin sem afurð sem höfðu ekki tilfinningalegt gildi, en ekki manneskjur. En það fékk mig til að hugsa um hvað það sé sem að gerir okkur að manneskju? Er það sú staðreynd að við hugsum, finnum til og höfum ákveðna líffræðilega eiginleika? Ef svo er þá eru klón alveg jafn miklar manneskjur og við hin. Það sem mér finnst hinsvegar vera ómannlegt er að reyna að sigrast á dauðanum. Við sem dýr fáum þetta eina tækifæri til að lifa á þessari jörðu, á endanum þá byrjar líkamsstarfsemin að hætta að starfa eðlilega og að lokum munum við deyja. Gangur lífsins er ekki alltaf eins og við viljum að hann sé, en það er ekki okkar að reyna að stjórna honum. Heimildir: https://www.genome.gov/25020028#al-7 http://www.livescience.com/16589-faq-cloning-animals.html http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6970 http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1957 http://www.medicaldaily.com/science-human-cloning-how-far-weve-come-and-how-far-were-capable-going-34000
Comments