Líffræði og kvikmyndir
- Birta Lind Atladóttir
- Jan 10, 2016
- 2 min read

Markmiðið mitt með þessari dagbók er að öðlast nýtt líffræðilegt sjónarmið á efninu sem sett verður fyrir í tímum ásamt því að vera meðvituð um líffræðina í kringum í daglegu líf. Þessi heimasíða mun halda utan um allar færslunar sem ég skrifa og ég áætla að skrifa um það bil 2-3 sinnum í viku um þá líffræðilegu þætti sem að komu fyrir þá vikuna. Það er hægt að telja endalaust upp atriði sem snerta líffræði á einhvern hátt, þar með talið kvikmyndir. Þegar ég hugsa um líffræði í kvikmyndum þá getur það verið alveg ótrúlega víðamikið efni. En það sem mér dettur helst í hug er t.d. hvernig umhverfið í kvikmyndinni hefur áhrif á lífverurnar sem í því búa, tæknin sem kemur fram í kvikmyndum sem er notuð til að breyta líffræðilegum eiginleikum lífvera og líffræði á bakvið mannslíkann sem kemur sterklega fram í læknaþáttum. Við erum umkringd ásamt því að vera líffræðilegt viðfangsefni og ef ég lít aftur til baka í jólafríið og hugsa um hvaða lífræðilega efni stendur uppi, þá verð ég að nefna áhorf mitt á Grey‘s Anatomy. Eftir að hafa horft á þátt eftir þátt, og ný og ný tilfelli um sjúkdóma, slys og aðgerðir, get ég sagt að ég hafi lært ýmislegt hvað varðar mannslíkamann. Ég tók einnig sérstaklega eftir því hvað ég skyldi efnið mun betur eftir að hafa farið í áfangann um mannslíkamann og hafa lesið bæði efnið á ensku og íslensku. En það sem að stendur helst uppi úr þáttunum var kona sem að bar á sér 32 kg æxli yfir mjaðma og maga svæðinu. Æxli verða þegar að óvenjuleg fyrirferðaukning á sér stað í vef; þessi sjálfvirkni fruma í æxlum stafar af breytingu í erfðaefni frumunnar sem gerir þeim kleift um að fjölga sér stjórnlaust. Þetta getur haft verulega heftandi áhrif á líf fólks og eins og sást hjá þessari konu var lífssnauðsynlegt að fara í aðgerð (sem stóð yfir í 14 klst) til að fjarlægja æxlið, því æxlið var byrjað að mynda aukinn þrýsting á öndunarsvæði hennar. En eins og vitað er þá er líkaminn margslungið fyrirbæri og ekki fyrirséð hvernig líkaminn bregst við utanaðkomandi áreitum og konunni náðist ekki að bjarga frá afleðingum æxlisins. Heimildir: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=55653 http://www.medicinenet.com/script/main/art.asp?articlekey=5863
Comments