Transendence - gervigreind
- Birta Lind Atladóttir
- Jan 14, 2016
- 4 min read

Í þessari viku horfðum við á Transcendence sem fjallar um Dr. Will Caster sem að er reyndasti vísindamaður á sviði grevigreindar. Hann vinnur að því að búa til skyn gædda vél sem að býr yfir allri þeirri þekkingu sem til er ásamt því að hafa mannlegar tilfinningar. Rannsóknir hans eru afar umdeildar, sem hefur gert hann að aðal skotmarki hryðjuverka fólks sem mótmæla þessari ört vaxandi þróun innan tækniheimsins. Gervigreind er nú í mikilli þróun þessa daganna og í kjölfarið hefur skapast mikil umræða hvort gervigreind geti orðið að veruleika og hvernig. Sumir vilja halda því fram að það stafi raunveruleg hætta af gervigreind, en er það í raun og veru? Er það jafnvel líffræðilega og tæknilega séð hægt að að útbúa vél sem að mun geta hugsað eins og menn, jafnvel orðið margfalt klárari og hæfari? Er þetta eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af? Það sem vísindamenn eru að vinna að nú til dags er að reyna að láta vélmenni fá sjálfstæða hugsun og kenna þeim að bregðast við ólíkar aðstæður. T.d. er gervigreinds deildin í háskólanum The University of Berkley að þjálfa vélmenni í að brjóta saman þvott sem er mismunandi í laginu og þjálfa hann í að taka hluti úr hillu og færa þá á ákveðinn stað. Í Standford University er verið að vinna að búa til bíla sem að keyra sjálfir og þeim hefur tekist að gera það, en samt sem áður eru þeir ekki tilbúnir til notkunar, vegna þess að þeim hefur ekki enn tekist að láta bílinn sjá líkt og manneskja; bílinn er ekki meðvitaður um aðstæðurnar í kringum sig, hann getur t.d. ekki greint munin á krumpuðum pappírspoka sem hann gæti auðveldlega keyrt yfir og grjóti sem ætti að forðast að keyra yfir. Það er því hægt að segja að við séum frekar langt frá því að vera búinn að búa til vélmenni sem getur hugsaði sjálfstætt, verið meðvitað og haft tilfinningar. En á sama tíma er tæknin að þróast á gríðalegum miklum hraða. Ég man þegar ég heyrði um fyrst talað um gervigreind og ég hugsaði með mér að það væri ómögulegt að færa vitund yfir í vél þegar við skiljum ekki einu sinni hvað og hvernig meðvitund virkar. Það hafa verið settar fram nokkrar kenningar til að útskýra hvað það er sem gerir okkur meðvituð. Nýlega fundu rannsakendur út að ákveðið svæði á heilanum (claustrum) virkar nokkurn veginn eins og slökkvi og kveikji takki. Þegar þeir örvuðuð þetta svæði með rafstraumi, þá varð viðkomandi umleið ómeðvitaður. Önnur kenning segir að heilinn byggji fyrirhafnarlaust upp flókin vef af upplýsingum frá skynkerfinu og vitrænu ferli. Þrátt fyrir þessar kenningar þá útskýra þær ekki nægilega vel hvernig við vitum hvort dýr, menn eða tölvur hafi meðvitund. Það er afar erfitt að skilgreina hvað meðvitund er, þetta er eitthvað sem er svo huglægt, við vitum að við erum að hugsa, en samt getur maður ekki komið með rök fyrir því hvað gerir mann meðvitaðann. Hvernig ætla þá vísindamenn að gera vél að sjálfstætt hugsandi vitsmuna veru? Ef við hugsum út í það hvernig heilinn okkar virkar þá inniheldur hann milljarðir af taugafrumum sem raðast saman eftir ákveðnu mynstri til að samhæfa hugsanir, tilfinningar, hegðun, hreyfingu og skynjun. Til þess að reyna að búa til eftirlíkingu á flóknu starfsemi mannslíkans, þá voru rannsakendur frá háskólanum Sassari sem að þróuðu kerfi með því að tengja saman tvær milljónir af gervi-taugum, sem eiga að gera vélmennum með gervigreind kleift um að læra meira eins og menn. Þetta gerði tölvunni kleift um að líkja eftir mótanleika taugamótanna, þar sem par af taugum geta verið virktar samtímis til að auka skilvirkni. Tölvan sem þessir vísindamenn bjuggu til getur nú talað á við fjögurra ára gamalt barn og haldið uppi samræðum við fullorðna manneskju. Þetta er eitt skref í áttina að búa til vél með eiginleika manns, en hvað með eins og tilfinningar? Hormón líkamans gegna mikilvægu hlutverki þegar það kemur að tilfinningum okkar og við höfum tilhneigingu til að taka ákvörðun útfrá hvernig okkur líður, en hvernig munu vélmenni taka ákvörðun ef þau eru ekki með nein hormón sem stýra hvernig þeim líður? Hvernig eiga þau eftir að vita hvað sé rétt ákvörðun þegar að siðferði er okkur mönnunum svo flókið viðfangsefni? Gervigreind hefur svo sannarlega orðið vaxandi áhyggjuefni meðal þekktra vísindamanna og segja þeir að þetta gæti verið ein stærsta ógn mannkynsins. Það eru vissulega kostir og gallar við gervigreind. T.d. gæti fólk notfært sér gervigreind í hernað með því að útbúa mannlaust loftfar sem stjórnar sér sjálft sem gæti skapað enn meiri ríg milli landa. En á sama tíma getur gervigreind unnið við að aðstoða við lækningar, þar sem algórismi getur hjálpað læknum að meta sjúkling og heilsu tengda áhættuþætti hans. Mér finnst samt frekar kaldhæðnislegt að ákveðnir einstaklingar séu að tala um að gervigreind sé ein helsta ógn mannkynsins... Hvað með þá staðreynd að við séum á góðri leið með að útrýma okkur sjálf? Það að lifnaðarháttur mannsins sé ekki bara að stofna mannkyninu í hættu heldur einnig fjölda aðra dýrategunda. Hvað með að hugsa út í alla þá mengun, skógareyðingar, hryðjuverk sem mennirnir eru að framkalla. Er það kannski ástæðan fyrir því að það stafi hætta á gervigreind gegn mannkyninu? Er það af því að þau eru betri, umhverfisvænni og þeim finnist mennirnir vera að valda of miklum skaða og að það sé ástæðan fyrir því afhverju þau myndu ekki vilja hafa mennina á þessari jörðu? Hvað segir það um mannkynið? Heimildir: http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-3314157/Computer-learns-speak-like-child-Artificial-intelligence-software-develops-language-skills-four-year-old.html https://www.linkedin.com/pulse/pros-cons-artificial-intelligence-mike-fekety https://www.youtube.com/watch?v=poLZqn2_dv4 http://www.livescience.com/47096-theories-seek-to-explain-consciousness.html http://www.mayoclinic.org/brain/sls-20077047?s=2
Comments