Fimmburar - Grey's Anatomy
- Birta Lind Atladóttir
- Jan 16, 2016
- 3 min read

Þegar að konur ganga í gegnum meðgöngu þá eru vissulega ákveðnir áhættuþættir sem ber að hafa í huga. En hvað ef að konan er með tvíbura, þríbura eða jafnvel fimmbura? Nýlega horfði ég á Grey‘s Anatomy og aðal viðfangsefni þáttarins var kona sem að lág á sjúkrahúsinu með fimmbura sem beðu eftir því að koma í heiminn. Hún var komin 32 vikur á leið, en hefðbundin meðganga tekur 40 vikur, en lækkar strax niður í 36 vikur ef það eru tvíburar. Læknanir vildu reyna að halda þeim sem lengst inni til að gefa börnunum tækifæri til að ná að þroskast meira. Þegar að móðir fimmburana byrjar að fá sammdrætti þá var reynt að afturkalla þá, en allt í einu rifnar fylgjan og það þurfti að framkvæma keisaraskurð undir eins. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að bíða lengur var vegna þess að fylgjan gegnir afar mikilvægu hlutverki fóstranna. Um fylgjuna berst næring og súrefni frá móðurinni til fósturs og ef fylgjan flagnar frá innri hluta legsins fyrir fæðingu, þá verður ástand sem kallast placental abruption sem getur valdið súrefnis-og næringarskorti hjá barninu/börnunum og miklum blæðingum hjá móðurinni. Fimmburarnir voru allar stelpur og fjórar af fimm þurftu að gangast undir aðgerð. Ein af fimmburunum, Lucy, var með vatnshöfuð, sem er óeðlileg aukning á heila og mænuvökva í höfðinu. Auka vökvi býr til aukinn þrýsting á heila barnsins sem getur valdið heilaskaða. En hægt er að framkvæma aðgerð til að lækna ástandið með því að setja ventriculoperitoneal shunt, sem er tæki sem að tæmir vökvan frá heilanum. Önnur stelpan sem þurfti á aðgerð að halda, var með svo kallað omphalocele, sem þýðir að sum af innri líffærum barnsins voru að vaxa í belg utan á líkamanum. Ástæðan fyrir þessu er að það hefur myndast hola á nafla svæðinu, sem veldur því að görnin eru aðeins hulin þunnu lagi af vef. Til þess að koma líffærunum í eðlilegt ástand þurfti að fjarlæga belghimnuna sem inniheldur líffærin. Síðan þurfti að búa til smá skurð á kviðarholið þar sem líffærin voru sett á sinn stað. Þriðja stelpan sem þurfti á aðgerð að halda var sökum vanþroskaðra lungna. Sem er ekki ólagengt hjá börnum sem eru fædd fyrir 36 vikna meðgöngutíma, sökum þess að lungun hafa ekki fengið nægilegan tíma til að þroskast og líkaminn hefur takmarkaðan vöðvastyrk og orku til að anda. Þetta getur valdið súrefnisskorti ásamt mörgum öðrum alvarlegum fylgikvillum. Sem var nákvæmlega það sem gerðist hjá barninu, hún byrjaði að fá apneic episodes, þar sem andardrátturinn stöðvast í svefni. En þá var sett í hana bringutúbu sem hjálpuðu henni að anda. En hún hætti fljótt að virka og töldu læknanir að það hafi verið sökum þess að hún hafi ekki verið nálægt móður sinni eða öðrum systkinum sínum og það hafi verið að valda henni stressi og myndaði auka álag á lungun. Þegar að hún og systur hennar voru settar saman þá náði hún fullum bata. Sem ég gæti alveg trúað að væri satt, barnið hlýtur að vera óttaslegið að vera ný komið inn í þennan heim umkringd læknum sem hún hafði engin tengsl við. Þegar að fjórða barnið var tekið úr skurðaaðgerðin kom í ljós að hún þurfti að fara í hjartaaðgerð, þar sem læknarnir reyna að endurbyggja neðri hjartahólfin. En það kom í ljós að ósæðin, sem er megin slagæð líkamans, var of þröng og blóðflæðið var ekki nægilega mikið og það var ekkert sem hægt var að gera til að reyna að bjarga lífi barnsins. Það geta vissulega komið upp ýmsir vandar þegar að kona gengur með fimmbura. Þeir eru yfirleitt fyrirburar, litlir og óþroskaðir, vegna vengetu legsins til að bera svona mörg börn í einu. En ef maður setur sig í stöðu foreldranna það er það án efa gríðarlega erfið ákvörðun að þurfa að ákveða að halda öllum fóstrunum og eiga hættu að þau verði ekki öll heilbrigð eða að eyða einu eða tveimur af fóstrunum og þurfa að velja hver fari... Heimildir: Grey‘s Anatomy, sería 2: þáttur 11. http://www.healthline.com/health/ventriculoperitoneal-shunt#Overview1 https://www.nlm.nih.gov/medlineplus/ency/article/000994.htm http://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/placental-abruption/basics/definition/con-20024292 [if !supportLineBreakNewLine] [endif]
Comentários